Vestri vann Þrótt í Laugardalnum

Jöfnunarmark Ignacio Gil Echevarria.

Vestri heldur áfram að gera það gott á útivöllum í Lengjudeildinni. Á laugardaginn sótti liðið Þrótt heim í Laugardalinn í Reykjavík. Þróttarar komust yfir í fyrri hálfleik en Vestri jafnaði fyrir hálfleik með góðu marki Ignacio Gil Echevarria.

Í síðari hálfleik fékk Vestri vítaspyrnu sem Vladimir Tufegdzic tók. Markvörður Þróttar varði spyrnuna en missti síðan knöttinn yfir marklínuna þannig að Vestri komst yfir.

Eftir leikinn er Vestri kominn upp í 8. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 10 leiki en Þróttur er í 6. sæti með stigi meira. eftir þunga byrjun er Vestri farið að klifra upp stigatöfluna og er aðeins einu stigi frá 4. sætinu, en þrjú efstu liðin hafa slitið sig fram öðrum með 20 – 26 stig.

Vestri er 5 stigum fyrir ofan fallsæti eftir þennan sigur.

Sigurmark Vestra í uppsiglingu.

DEILA