Vestfirðingur Norðurlandameistari í sveigboga

Marín Aníta Hilmarsdóttir vann gull með sveigboga í flokki kvenna yngri en 21 árs á Norðurlandamótinu í bogfimi sem fram fór um síðustu helgi í Larvík í Noregi. Var hún einn af fjórum gullverðlaunahöfum Íslendinga á mótinu. Marín keppir fyrir Kópavog en hún er ættuð frá Gileyri í Tálknafirði og Bæjarins besta leyfir sér að gera hana að Vestfirðingi.

Í gær var greint frá því að Maria Kozak, Súgandafirði vann gull í berboga U18 á sama móti.

DEILA