Strandveiðileyfi felld úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur sent reglugerð til birtingar í Stjórnartíðindum um breytingu á reglugerð um strandveiðar.  

Þar er kveðið á um að Fiskistofa skuli fella úr gildi leyfi til strandveiða, frá sama tíma og strandveiðar eru stöðvaðar með auglýsingu í Stjórnartíðindum.

Gera má ráð fyrir því að reglugerðin birtist í dag.

Samkvæmt yfirliti Fiskistofu í dag eru nú eftir 282 tonn af þorski sem úthlutað var til strandveiða þetta árið.

DEILA