Frá því er greint á Reykhólavefnum að ný slökkvistöð, sem fengið hefur nafnið Hólsbúð, hafi verið tekin í gagnið í Flatey.
Heimir Sigurðsson, formaður Flateyjarveitna, segir tilkomu Hólsbúðar mikinn og merkan áfanga í almannavörnum Flateyjar.
Slökkvistöðin er 85 fermetra trégrindarhús þar sem hægt er að finna ýmsan bráðabúnað. Þar er til dæmis dráttarvél og haugsuga sem inniheldur 5.000 lítra af vatni. Tækin eru tilbúin til notkunar, en þau voru gjöf frá afkomendum hjónanna í Bentshúsi.
Flateyjarveitur og Framfarafélag Flateyjar sáu um byggingu hússins í samvinnu við Reykhólahrepp.
Þorvarður Lárus Björgvinsson hjá ARKÍS hannaði húsið og byggingastjóri var Baldur Þorleifsson húsasmíðameistari.