Ný slökkvistöð í Flatey

Frá því er greint á Reykhólavefnum að ný slökkvistöð, sem fengið hef­ur nafnið Hóls­búð, hafi verið tek­in í gagnið í Flat­ey.

Heim­ir Sig­urðsson, formaður Flat­eyj­ar­veitna, seg­ir til­komu Hóls­búðar mik­inn og merk­an áfanga í al­manna­vörn­um Flat­eyj­ar.

Slökkvistöðin er 85 fer­metra tré­grind­ar­hús þar sem hægt er að finna ýms­an bráðabúnað. Þar er til dæm­is drátt­ar­vél og haugsuga sem inni­held­ur 5.000 lítra af vatni. Tæk­in eru til­bú­in til notk­un­ar, en þau voru gjöf frá af­kom­end­um hjón­anna í Bents­húsi.

Flat­eyj­ar­veit­ur og Fram­fara­fé­lag Flat­eyj­ar sáu um bygg­ingu húss­ins í sam­vinnu við Reyk­hóla­hrepp.

Þor­varður Lár­us Björg­vins­son hjá ARKÍS hannaði húsið og bygg­inga­stjóri var Bald­ur Þor­leifs­son húsa­smíðameist­ari.

DEILA