Níu vilja verða forstjórar Lands og skóga

Þann 16. júní síðastliðinn var auglýst starf forstöðumanns nýrrar sameinaðrar stofnunar landgræðslu og skógræktar, Land og skógur.

Níu einstaklingar sóttu um starf forstöðumanns Lands og skógar.

Listi umsækjenda í stafrófsröð:
• Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri
• Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri
• Ágúst Sigurðsson, fagstjóri
• Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri
• Gísli Tryggvason, lögmaður
• Gunnlaugur Guðjónsson, sviðsstjóri
• Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri
• Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri
• Páll Sigurðsson, skipulagsfulltrúi

Matvælaráðherra skipar í embættið að undangengnu mati hæfnisnefndar. Hæfnisnefnd skipa Kristján Skarphéðinsson, fyrrum ráðuneytisstjóri, Björn Helgi Barkarson, skrifstofustofustjóri í matvælaráðuneytinu og Auður Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Vinnvinn.

Hæfnisnefnd mun starfa í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og hefur til hliðsjónar reglur um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.

DEILA