Icelandair: þrjár vélar til Ísafjarðar í dag

Ísafjarðarflugvöllur. Mynd: Ljósmyndasafnið Ísafirði.

Vélarbilun varð í gær , seinni partinn, til þess að flugi seinkaði til Ísafjarðar og óhagstæð veðurskilyrði urðu svo í kjölfarið þannig að ekki var flogið. Vélarbilunin gerði það að verkum að ekki var flogið til Ísafjarðar í morgun, en að sögn Icelandair er varahluturinn kominn og fyrsta brottför til Ísafjarðar verður eftir hálftíma. Alls verða þrjár ferðir í dag milli Ísafjarðar og Reykjavíkur.

Hægt er að fylgjast með flugi til og frá Ísafirði hér á Bæjarins besta.

DEILA