HLUTFALL HÁSKÓLAMENNTAÐRA HÆST Á HÖFUÐBORGARVÆÐINU

Háskólamenntaðir íbúar landsins 25 ára og eldri voru alls 84.770 í manntalinu 2021 eða 34,6%.

Til samanburðar voru alls 56.278 (27,7%) íbúar á þeim aldri með háskólamenntun í manntalinu 2011.

Þetta er 51% fjölgun háskólamenntaðra á milli manntala en heildarfjölgun íbúa 25 ára og eldri var 20,4% á sama tíma.

Af íbúum höfuðborgarsvæðisins var hlutfall háskólamenntaðra 41% í manntalinu 2021 og er það sá landshluti þar sem hlutfallið var hæst.

Hlutfall þeirra sem hafa starfs og framhaldsskólamenntun er á milli 35 og 39 prósent í öllum landshlutum.

DEILA