Gönguferð fjölskyldunnar í Kaldrananeshreppi

Gönguferð fjölskyldunnar í Kaldrananeshreppi verður á laugardaginn 15.júlí.

Farið verður yfir Bæjarháls með viðkomu hjá litlum strandatröllum.
Þessi gamla þjóðleið er milli Kaldrananes í mynni Bjarnarfjarðar og Bæjar á Selströnd.

Byrjað er á að fara upp Bæjarskarð sem er svolítið á fótinn og fylgjum vörðunum sem voru endurnýjaðar rétt fyrir síðustu aldamót. Göngum með Bæjarvötnum og komum svo niður hjá Bæ.

Gott er að taka með nesti og eitthvað að drekka, síðan er hægt að fylla á brúsana á leiðinni en það er virkilega gott vatnið úr Bæjarvötnunum.

Göngulengd um 6 km, hækkun 100 m og göngutími 2-3 klst.
Farið frá samkomuhúsinu á Drangsnesi kl. 9:30.
Upphafsstaður göngunnar er 12 km norður af Drangsnesi rétt áður en þú kemur að Kaldrananesi og við afleggjarann að Bæjarskarði og er þar skilti sem stendur á Bæjarháls.

DEILA