Reykhólar: ljósleiðari verður lagður um þorpið

Reykhólar.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur samþykkt tillögu skipulagsnefndar um lagningu ljósleiðara í þorpið á Reykhólum. Fyrst verði könnuð áform markaðsaðila varðandi uppbyggingu fjarskiptainnviða með auglýsingu. Ef engin sýni verkefninu áhuga og markaðsforsendur þar með brostnar þá mun sveitarfélagið sjálft leggja ljósleiðarann með þátttöku íbúa.

Kostnaður gæti legið á bilinu 8 – 9 milljónir króna samkvæmt því sem fram kemur í fundargerð skipulagsnefndar.

DEILA