Raimonda Sareikaite hlaut menningarverðlaun Strandabyggðar 2023

Menningarverðlaunin eru afhent ár hvert af Tómstunda- Íþrótta- og Menningarnefnd Strandabyggðar að fengnum tilnefningum.

Verðlaunin eru veitt fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar og er markmið þeirra að efla menningar og listastarf í Strandabyggð. 


Það er Raimonda Sareikaite sem hlaut menningarverðlaunin í ár en hún er listakona frá Litháen sem er búin að búa í Strandabyggð síðan 2018.

Síðan þá hefur hún sett um fjórar listasýningar meðfram öðrum störfum. Það krefst sannarlega hugrekkist að taka sín fyrstu skref sem listamaður sem nýbúi í litlu samfélagi.

Einnig voru veitt sérstök verðlaun og hlaut þau Jón Halldórsson ljósmyndari fyrir ljósmyndir sem hann hefur tekið og birt af mannlífi og náttúru í gegnum árin. Myndirnar hanns eru ómetanleg heimild um líf á Ströndum og hefur hann næmt auga fyrir náttúru og dýralífi. 

 

DEILA