Ísafjörður: tilboð 42% undir kostnaðaráætlun

Frá Ísafirði.

Í síðustu viku voru opnuð tilboð í verkið „ Gatnagerð og fráveita Bræðratunga og Engjatunga“ í svokölluðu Lundarhverfi á Ísafirði.
Verkið felur í sér gatnagerð í Bræðratungu og Engjatungu með vatns- og holræsalögnum, úttúrtekt , fyllingum, neðra og efra burðarlagi. Ásamt tengingu vatns- og holræsalagna við núverandi stúta í götum.
Helstu stærðir eru
Gröftur 550 m³
Neðra burðarlag 430 m³
Efra burðarlag 140 ³
Þrjú tilboð bárust frá þremur aðilum :

Búaðstoð ehf. bauðst til að vinna verkið fyrir 17.056.500 kr. sem er 58,0% af kostnaðaráætlun.
Græjað og gert ehf. bauð 30.201.282 kr. sem er 2,7% yfir kostnaðaráætlun.

Verkhaf ehf. bauð 27.306.000 kr. sem er 7,1% undir kostnaðaráætlun.

Kostnaðaráætlun var 29.404.500 kr.

Bæjarráðið samþykkti að semja við Búaðstoð ehf.

DEILA