Ísafjörður: hafna tilboði í að fjarlægja gervigras

Fyrir helgi voru opnuð tilboð í verkið „ Fjarlægja gervigras Torfnes æfingarvöllur“
Verkið fól í sér að fjarlægja núverandi gervigras á æfingarvelli og jafna undirlag undir nýtt gervigras.
Eitt tilboð barst. Það var frá Verkhaf ehf., og er 36.570.700 kr. Kostnaðaráætlun er 11.611.000 kr.

Er því tilboðið liðlega þrisvar sinnum hærra en kotnaðaráætlunin.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti að hafna tilboðinu og ákvað að semja við verktaka á grundvelli útboðsgagna.

DEILA