Ísafjarðarhöfn: 763 tonn í maí

Páll Pálsson ÍS í Ísafjarðarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í síðasta mánuði bárust 763 tonn að landi af óslægðum botnfiskafla í Ísafjarðarhöfn.

Togarinn Páll Pálsson ÍS landaði 653 tonnum eftir 6 veiðiferðir og Jóhanna Gísladóttir GK landaði 66 tonnum úr einni veiðiferð. Þá var rækjubáturinn Valur ÍS á veiðum í Djúpinu og kom með 44 tonn af Djúprækju.

DEILA