Gamla smiðjan á Bíldudal

Gamla smiðjan er ein elsta áþreifanlega heimildin um atvinnusögu Bíldudals, en Pétur Thorsteinsson lét reisa smiðjuna um árið 1895 og útbjó með öllum nýjustu tækjum sem fáanleg voru á þeim tíma. 

Smiðjan gegndi mikilvægu hlutverki í þjónustu við báta og útgerð á staðnum og var rekin í sama húsnæði í yfir 100 ár.

Jóhann Gunn­arsson, eða Jói Öddu eins og hann er gjarnan kall­aður tekur á móti gestum og gang­andi í Gömlu smiðjuna á Bíldudal dagana 19.-29. júní.

Sé hann ekki við er hann þó aldrei langt undan og þá má hringja í hann í síma 856 3447.

Hann segir gestum frá sögu smiðjunnar, aðkomu Péturs Thorsteinssonar, gripunum þar inni og vélinni úr Kára BA 265.

DEILA