Sundabakki: öryggisgirðing á Sundabakka

Frá framkvæmdum við Sundabakka. Mynd: Ísafjarðarhöfn.

Tvö tilboð bárust í verðkönnun á uppsetningu öryggisgirðingar við nýja kantinn á Sundabakka á Ísafirði.
Lægra tilboðið átti Vélamiðstöð Vestfjarða upp á kr. 8.811.200.

Kjarnasögun í Fremri Hjarðardal í Dýrafirði bauð kr. 41.245.000.

Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar ákvað að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

Í mars voru uppi hugmyndir um að fresta uppsetningu öryggisgirðingarinnar til næsta árs en síðar komu upplýsingar frá Samgöngustofu um að girðingin þarf að vera komin upp til að hægt sé að taka nýja kantinn í notkun. Var því ákveðið að vinna verkið í ár.

DEILA