Skíðafélag Ísfirðinga: Snorri Einarsson nýr yfirþjálfari skíðagöngu

Skíðafélag Ísfirðinga hefur ráðið Snorra Einarsson sem yfirþjálfara skíðagöngu.
Snorri er fremsti skíðagöngumaður á Íslandi og hefur átt farsælann feril og keppt bæði undir flaggi Noregs og Íslands. Fyrr á þessu ári náði hann besta árangri Íslendings á heimsbikarmóti í skíðagöngu. Hann varð 22. í 15 km göngu og 28. í 30 km göngu. Í 50 km göngu varð hann í 15. sæti.

Snorri hefur átt heima og æft á Ísafirði síðustu ár og þekkir því iðkendurna og starf SFÍ vel.