Nýr verkefnisstjóri á Flateyri

Hrönn Garðarsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnisstjóri á Flateyri og mun hún sinna því starfi frá 1. júlí n.k. til loka júnímánaðar 2024. Hlutverk verkefnisstjóra er að leiða nýsköpunar- og þróunarverkefni á Flateyri, í samstarfi við verkefnisstjórn á grundvelli samnings milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðarstofu. 

Frá þessu er greint á vefsíðu Ísafjarðarbæjar.

Hrönn starfaði sem deildarstjóri við leikskólann Stekkjarás frá 2005 til 2011, sem sérkennari við Setbergsskóla og Hraunvallaskóla 2011 til 2014 og sem deildarstjóri í Setbergsskóla 2014 til 2016. Frá 2016 til 2021 starfaði hún svo sem umsjónar- og sérkennari í Hraunvallaskóla áður en hún tók við starfi skólastjóra við Grunnskólann á Suðureyri í ágúst 2021 sem hún hefur sinnt til dagsins í dag.

DEILA