Ísafjörður: ánægja með tónlistarskólann

Mikil ánægja er meðal forráðamanna nemenda í Tónlistarskóla Ísafjarðar samkvæmt könnun sem gerð var nýlega. Þegar á heildina er litið, var yfirgnæfandi meirihluti svarenda ánægður með skólann, kennara og stjórnendur segir á vefsíðu skólans.

Einnig var leitað eftir ábendingum eftir því sem betur mætti fara og kom fram að nokkrir svarenda sögðust ekki vera í nægilega miklum samskiptum við kennara og flestir vildu fá tölvupóst með góðum fyrirvara um viðburði, t.d. tónleika barnsins síns.

Þá voru forráðamenn ánægðir með þátttöku síns barns á tónleikum og gáfu kennurum gott orð fyrir kennsluna.

DEILA