Heyrna- og talmeinastöð skerðir þjónustu

Höfuðstöðvar Hyrna- og talmeinastöðvar Íslands í Reykjavík.

Heyrnar- og talmeinastöð Ísland hefur tilkynnt að stofnunin neyðist til að leggja niður þá reglulegu móttöku heyrnarsviðs, sem staðið hefur til boða á Ísafirði og Patreksfirði síðustu ár.

Segir í tilkynningunni að stofnuninni þykir þetta leitt.

Fram kemur að reynt verður að heimsækja Ísafjörð ársfjórðungslega en íbúar fjórðungsins þurfa annars að sækja þjónustu HTÍ til Reykjavíkur.

Stofnunin vonast til að geta aukið þjónustu að nýju með tíð og tíma.

Undir tilkynninguna ritar Kristján Sverrisson forstjóri.

DEILA