Grunnskólakennarar og leikskólakennarar skrifa undir nýja kjarasamninga við sveitarfélögin

Rakel Guðmundsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, Haraldur Freyr Gíslason, formaður FL, Inga Rún Ólafsdóttir, sviðstjóri kjarasviðs Sambandsins, Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Bjarni Ómar Haraldsson, Sambandinu, og Mjöll Matthíasdóttir, formaður FG

Tveir kjarasamningar voru undirritaðir í húsakynnum Kennarasambandsins nú undir kvöld. Það voru annars vegar Félag grunnskólakennara og hins vegar Félag leikskólakennara sem gengu frá samningum við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Kjarasamningar beggja félaga runnu út 31. mars síðastliðinn. Nýju samningarnir eru báðir skammtímasamningar, með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. maí 2024.

Kynning samninganna hefst hjá báðum félögum strax eftir helgina. Nánara fyrirkomulag verður kynnt innan skamms.

Að því loknu verða samningarnir bornir undir atkvæði félagsmanna FG og FL. Niðurstaða atkvæðagreiðslu þarf að liggja fyrir 2. júní 2023.

DEILA