Flateyri: breytingar vegna ofanflóðavarna loksins í auglýsingu

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar afgreiddi í síðustu viku til bæjarstjórnar tillögu að breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar sem gera þarf vegna frekari sjóflóðavarna á Flateyri eftir flóðin í janúar 2020. Tæplega hálft fjórða ár er liðið síðan flóðin urðu og ljóst að styrkja þarf varnirnar fyrir byggðina á Flateyri.

Að fengnu samþykki bæjarstjórnar fer breytingin í auglýsingu og mun í fyllingu tímans verða staðfest ef ekki koma fram athugasemdir sem trufla framgang málsins.

Fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér gerð keiluraða ofan núverandi varnargarða, tvo nýja leiðigarða og endurbyggingu þvergarðs. Auk þess er fyrirhugað að dýpka og víkka flóðrás við Skollahvilftargarð. Áætluð efnisþörf vegna framkvæmdanna er rúmlega 300 þús. m3

Um 200 þúsund rúmmetrar fást innan framkvæmdasvæðisins með skeringum en um 100 rúmmetrar verða sóttir í Klofningsnámu.

Heildarverktími er áætlaður 3 ár og stefnt er að því að byrja á uppbyggingu keiluraða undir Innra-Bæjargili.

Gangi það eftir verða liðin um 7 – 8 ár frá flóðunum þar til nýju varnirnar verða komnar í notkun.

Mynd sem sýnir breytingarnar á svæðinu.

DEILA