Dynjandisheiði: vegagerð ofan Trostansfjarðar

Þrír landeigendur jarðarinnar Trostansfjarðar hafa sótt um til Vesturbyggðar um stofnun 108.608 fermetra vegsvæðis úr landi Trostansfjarðar. Samkvæmt afstöðumynd er um að ræða vegarkafla á Dynjandisheiði við gatnamótin niður í Trostansfjörðinn sem Vegagerðin mun endurbyggja. Miðað er við 40 metra breiða spildu úr jörðinni og samkvæmt því er um 2,7 km langan vegarkafla að ræða.

Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar lagði til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar yrði samþykkt, sem var svo gert í síðustu viku.

DEILA