Bolungavík: 5 ára deildin úr leikskóla í grunnskóla kostar 7,5 m.kr.

Grunnskóli Bolungavíkur.

Áætlað er að það kosti 7,5 m.kr. að færa 5 ára deildina, sem nú er á leikskólanum yfir á grunnskólastigið. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun um kostað vegna breytinganna sem Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri lagði fyrir bæjarráð Bolungavíkur í gær. Vegna breytinganna bætast við 2,8 stöðugildi í grunnskólanum.

Er kostnaðurinn talinn rúmast innan núverandi fjárheimildar Grunnskóla Bolungavíkur.

Bæjarráðið fól bæjarstjóra að hefja starfsemi fimm ára deildarinnar og veitti honum og skólastjóra Grunnskólans að auglýsa stöðurnar.

Jafnfram var bæjarstjóra falið að meta þörf á kostnaði fyrir búnaði og öðrum búnaði vegna starfsemi deildarinnar og leggja fyrir bæjarráðið til samþykktar.

DEILA