Áhugi á motorsporti á Ísafirði

Erlendir motorcross kappar á fleygiferð.

Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar hefur fengið erindi um braut fyrir motorsport. Ungur drengur óskar eftir aðstöðu fyrir krossarabraut, eins og hann nefndir hana. Hann segir vera búinn að eiga „krossara“ í 4 ár en hafi engan stað til þess að leika sér á.

„Ég vill að ísafjarðarbær hjálpi mér og fleiri krökkum að finna góðan stað fyrir krossarabraut hér á Ísafirði. Einn staður sem okkur finnst sniðugur er í fjörunni í kringum húsið „Kofra“.“ segir í erindinu.

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnaði umræðunni um aðstöðu fyrir mótorsport og vísaði erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar. Hins vegar telur nefndin umrætt svæði við Kofra ekki ákjósanlegt vegna nálægðar við íbúðarhverfi.

DEILA