Wilson Skaw til Hólmavíkur

Tekin hefur verið ákvörðun um að færa til farminn sem er um borð í flutningaskipinu Wilson Skaw og síðan flytja það til Hólmavíkur í bráðabirgðaviðgerð. Eftir það er stefnt á að koma því í slipp á Akureyri.

Þetta er haft eftir Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í frétt Ríkisútvarpsins og segir hann að tekin hafi verið ákvörðun um að láta Varðskipið Freyju leggjast við flutningaskipið og færa til þau tæpu tvö þúsund tonn af salti sem um borð eru og hafa það verið talinn öruggasti kosturinn.

Þetta sé niðurstaða fulltrúa Landhelgisgæslunnar, Umhverfisstofnunar, Samgöngustofu og eigenda.

„Auðvitað er Freyja mjög heppileg til þess að sinna verkefni sem þessu, það eru kranar á hliðum Freyju sem eru færanlegir þannig það er þægilegt að vinna þetta bara með því að setja Freyju upp að hlið skipsins og forfæra farminn þannig. En þetta er tímafrekt verkefni gerum við ráð fyrir þannig að við verðum í þessu næstu daga.“ segir Ásgeir

DEILA