Vörur úr héraði er markaður sem verður í Dokkunni brugghús, Sindragötu 14, 400 Ísafirði frá kl. 14 á laugardag.
Þar er framleiðendum á Vestfjörðum boðið að koma með vöruna sína og kynna fyrir gestum og gangandi.
Markaðurinn var fyrst haldinn fyrir ári síðan og tókst þá mjög vel til.
Þeir sem eru nú þegar eru búnir að boða komu sína eru:
Litla býli
Martha – Kerti
Kristín – Vettlingar
Nína – myndlist
Brjánslækur
Eygló – Aldrei vörur
Helga Hausner
Freyjuskart
Auður Arna
Ívaf
Arastasiia
Fine food Iclandica
Kertahúsið
Ekki er um tæmandi lista að ræða því vel getur svo farið að fleiri bætist við.