Vestfirðir – Svæðisleiðsögunám

Fræðslumiðstöð Vestfjarða mun kenna svæðisleiðsögunám á Vestfjörðum í samvinnu við Leiðsöguskólann í Kópavogi sem einnig fer með faglega ábyrgð á náminu.

Námið er alls 23 einingar, fjarnám og staðnám í helgarlotum og  verður kennt á tveimur önnum. Námið er matshæft inn í Leiðsöguskóla MK. Námið byggir á námskrá fyrir leiðsögunám sem gefin var út af Menntamálaráðuneytinu árið 2004.

Að náminu koma fjölmargir kennara, leiðsögumenn, ferðaþjónustuaðilar og annað fagfólk.

Markmið leiðsögunáms er að búa nemendur undir að fylgja ferðamönnum um Vestfirði. Leiðsögunám miðar að því að þjálfa færni og hæfni nemenda til þess að standast kröfur ferðaþjónustunnar hverju sinni um áreiðanleika og fagleg vinnubrögð. Þetta nám veitir nemendum sérmenntun á sviði leiðsagnar um Vestfirði.

Nám í svæðisleiðsögn er víðfermt og fjölbreytt. Fjallað er um jarðfræði Íslands, sögu og menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi, íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. Nemendur eru fræddir um helstu ferðamannastaði á Vestfjörðum, ferðamannaleiðir, náttúruvernd, umhverfismál og leiðsögutækni. Fyrirlesarar og kennarar eru allir sérfróðir um einstaka málaflokka.

Námið er 23 einingar og skiptist niður á tvær annir, haustönn 2023, vorönn 2024. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 21 árs við upphaf námsins og hafa gott vald á einu erlendu tungumáli og íslensku.

DEILA