Úrvinnslusjóður greiðir sveitarsjóðum fyrir ruslasöfnun á víðavangi

Úrvinnslusjóður mun greiða 13,1 kr á hvert kíló af úrgangi sem safnast á víðavangi, svo sem í hreinsunarátökum sveitarfélaga og úr ruslastömpum á opnum svæðum.

Sjóðurinn áætlar að kostnaður vegna söfnunar á víðavangi sé um 262 kr á hvert kg en telur að einungis 5% af því sem safnast falli undir einnota plastvörur. Því greiðir sjóðurinn 13,1 kr af því sem safnast. Úrvinnslusjóður byggir mat sitt á upplýsingum annarra landa í Evrópu um söfnun úrgangs á víðavangi.

Sveitarfélög sem hyggjast sækja greiðslur til sjóðsins vegna söfnunar á víðavangi þurfa að skrá eftirfarandi upplýsingar:

  • Magn úrgangs sem safnast úr hreinsun opinna svæða og ruslastömpum
  • Uppruni úrgangs niður á póstnúmer
  • Dagsetning söfnunar

Sjóðurinn heldur utan um skilagreinar á vef sínum og geta sveitarfélög skilað upplýsingum til sjóðsins þangað.

Það eru framleiðendum og innflytjendum á plastvörurum sem fjármagna hreinsun á rusli á víðavangi sem er til komið vegna þessara vara, ásamt flutningi þess og annarri meðhöndlun. Framangreind hreinsun skal vera á hendi opinberra yfirvalda eða í þeirra umboði.

DEILA