Skotíþróttir: Karen Rós Valsdóttir vann Íslandsmeistaratitil

Karen Rós Valdsóttir, Íslandsmeistari í 50 m riffilskotfimi,liggjandi. Myndir: skotís.

Karen Rós Valsdóttir, Skotíþróttafélagi Ísafjarðar varð um helgina Íslandsmeistari stúlkna í skotfimi með riffli af 50 metra færi liggjandi. Setti hún í leiðinni Íslandsmet og fékk 580 stig. Keppt var í Reykjavík.

Í karlaflokki náði Skotísmenn góðum árangri og urðu í 2. sæti í liðakeppninni.

Einnig var keppt í svokallaðri þrístöðu með riffil og þar varð Leifur Brimnes í 2. sæti og Valur Richter í því þriðja. Íslandsmeistari varð Þórir Kristinsson.

Frá vinstri: Leifur, Þórir, Valur.

DEILA