Refa- og minkaveiðar: tveir vanhæfir

Tveir nefndarmenn í umhverfis- og framkvæmdanefnd eru vanhæfir til þess að fjalla um refa- og minkaveiðar að sögn Nanný Örnu Guðmundsdóttur, formanns nefndarinnar. Það eru Valur Richter og Bernharð Guðmundsson. Hún lagði til að nefndin vísaði því til bæjarráðs vegna vanhæfis stórs hluta nefndarmanna að fjalla um veiðarnar, en nefndin ákvað engu að síður að gera nýjan samning við Félag refa- og minkaveiðimanna og við Búnaðarfélagið Bjarma. Samið er til árs í senn. Hvorugur þeirra Vals og Bernharðs var viðstaddur afgreiðslu málsins á fundinum.

Nanný Arna segir að umhverfisnefnd muni svo taka upp reglurnar og hafa þær klárar fyrir næsta tímabil. Núverandi reglur eru frá 1997 og fjalla um greiðslur til refa og minnkaveiðimanna.

„Ekki er minnst á veiði á hlaupadýrum, skyldur veiðimanna, útburð á æti og hvaða svæði við viljum leggja áherslu á. Eins og t.d langanesbyggð“ og ekki sé ákvæði um „skil á skýrslum og gps puntum eins og t.d Hornafjörður gerir í sínum reglum.“ Þá vísar Nanný Arna á nýuppfærðar reglur í Húnaþingi vestra.  

DEILA