Kampi: nýr framkvæmdastjóri

Þann 1. apríl síðastliðinn tók til starfa nýr framkvæmdastjóri rækjuverksmiðjunnar Kampa ehf. á Ísafirði.  Stjórn Kampa ehf samdi við Árna Stefánsson um að taka að sér stöðu framkvæmdastjóra tímabundið.  Starfið felst í að vera stuðningur við núverandi stjórnendur og starfsfólk í innleiðingu upplýsingakerfa og skipulagi verkefna sem framundan eru. 

Árni Stefánsson starfaði lengi hjá Vífilfelli á markaðs- og sölusviði og síðar sem forstjóri fyrirtækisins.  Hann hefur starfað við ýmsa ráðgjöf og síðast var hann verkefnastjóri og ráðgjafi stjórnar hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. 

DEILA