Ísafjörður – Vorvaka í Safnahúsinu

Á löngum vetrarkvöldum hjúfraði fólk sig saman í baðstofunni, spann ull, prjónaði, tálgaði við og skiptist á að segja sögur, hver annarri furðulegri.

Huldufólk, tröll, sæskrímsli og dularfullir atburðir sem henti fólk í sveitunum. Sumar sögur hafa gengið á milli fólks svo öldum skiptir, og eru enn sagðar í dag. Hvaðan sem við komum tengja sögur okkur saman.

Til að kveðja veturinn og bjóða vorið og nýtt upphaf velkomin munum við bjóða til Vorvöku og endurvekja baðstofustemminguna á Bókasafninu Ísafjarðar þann 28. apríl.

Fólk frá ýmsum heimsins hornum mun deila sögum frá heimahögum sínum, og öllum þeim sem langar er velkomið að deila eigin sögum. Ferðumst um heiminn með hjálp sagna ásamt nágrönnum, vinafólki og ókunnugum, og hefjum vorið á upplífgandi og töfrandi nótum.

Það eru Hversdagssafnið, Bókasafnið á Ísafirði og frásagnameistariinn Hannah Rós Sigurðardóttir sem standa fyrir þessum viðburði.

DEILA