Ísafjarðarbær: fræðslunefnd ánægð með fræðslu frá samtökunum 78

Af facebooksíðu samtakanna 22

Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar segst vera ánægt með þá fræðslu sem hefur verið í boði frá Samtökunum 78 til grunnskóla í sveitafélaginu og muni áfram leita til þeirra hvað varðar málefni hinsegins fólks.

Tildrögin eru erindi frá hagsmunasamtökum samkynhneigðra , nýjum samtökum Samkynhneigðra. Í bréfi þeirra segir að „við erum einu samtökin sem einungis vinna að málefnum samkynhneigðra. Samtökin okkar voru stofnuð því við teljum okkur ekki eiga samleið með þeirri stefnu og hugmyndafræði sem Samtökin ’78 og fleiri hafa tileinkað sér.“

Þá segir í bréfinu: „Núna erum við hins vegar komin á þær slóðir að umdeildar hugmyndir um kyn, kynhneigð og blæti
hafa ratað inn í kennslustofur barnanna og þær kenndar sem staðreyndir. Það er óviðunandi og það á eftir að láta reyna á hvort það yfirhöfuð standist lög.“

Biðla samtökin til fræðslunefndar að sýna varkárni í þessum málaflokki og fara fram á að sjá samstarfssamninga
sveitarfélaga við Samtökin’78 ásamt kennsluefni og fyrirlestrum þeim tengdum.

DEILA