Fransí Biskví – frumsýning 27. júní.

Fransí Biskví er nýtt íslenskt og alvestfirskt leikverk Kómedíuleikhússins með frönsku ívafi.

Árlega voru hinir frönsku sjómenn fastir, eða öllu heldur siglandi gestir á Haukadalsbótinni. Mörg gerðust þar samskiptin og ævintýrin millum Haukdæla og Fransmanna svo úr varð meira að segja sérstakt tungumál, Haukadalsfranska.

Haukadalur varð snemma jafnvel bara frá landnámi eða frá tímum Gísla sögu Súrssonar, miðstöð mikilla umsvifa.

Þegar þar fór svo að myndast þar þorp jukust umsvifin enn meir. Ástæðan var ekki síst Haukadalsbótin sem snemma varð vinsæl hjá sjófarendum enda þar upplagt að vera til að laga sitt fley, umsalta afla eða bíða af sér veðrið. Það voru ekki síst erlend skip sem völdu bótina í Haukadal sem einskonar akkeri og voru þar einkum um að ræða franska sjómenn.

Voru hinir frönsku árlegir gestir í Haukadal í langan tíma og þá einkum á 19 öldinni og langt fram undir fyrri heimsstyrjöld. Ósjaldan komu hinir frönsku í land í Haukadal og áttu margvísleg viðskipti við heimamenn. Mest var þar um að ræða skiptikaupmennsku sem er um margt góður buisness. Einkum var þar um að ræða prjónles, vettlingar, er þá frönsku vanhagaði um og gáfu í staðinn hið fræga harða kex, Fransí Biskví.

DEILA