Framsókn: skoðar fiskeldi í Djúpinu

Frá heimsókninni. það er Hafdís Hrönn sem tók myndina.

Alþingismennirnir Ágúst Bjarni Garðarson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir heimsóttu eldissvæði Háafells við Skarðshlíð í Ísafjarðadjúpi í gær ásamt hluta af stjórn Framsóknarfélagsins í Ísafjarðarbæ. Fengu þingmennirnir kynningu á eldi félagsins í Skarðshlíð þar sem lax hefur verið í sjó í hartnær eitt ár með lágum afföllum og góðum vexti. Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri Háafells kynnti eldið og sagði að Háafell ynni eftir ströngum kröfum og vinnur nú að innleiðingu Whole Foods staðalsins fyrir sínar vörur sem er afar kröfuharður er varðar efni, fóður og sýnatökur.

Kaffi var drukkið í fóðurprammanum Ögurnesi í algjörri kyrrð þar sem landtenging sér prammanum fyrir orku. Í bakaleiðinni var skoðað nýtt eldissvæði Háafells í Kofradýpi utan Álftafjarðar þar sem reiknað er með að setja út fisk í byrjun sumars.

Gísli Jón Kristjánsson og Gauti Geirsson um borð í Ögurnesinu.
Gauti Geirsson og Ágúst Bjarni Garðarsson.

DEILA