Flateyri: samið í lóðadeilu

Ur vinnslusal West Seafood ehf á Flateyri.

Fyrir liggur samkomulag í deilumáli sem reis út af lóðarréttindum á eignum fiskvinnslunnar West Seafood á Flateyri sem varð gjaldþrota í september 2019. Vandamál komu upp varðandi lóðarréttindi þegar eignirnar voru seldar. Kaupendur voru Orkuver ehf., AB-Fasteignir ehf. , Arctic Oddi ehf og síðar ÍS47 ehf. Ísafjarðarbær höfðaði mál sem hefur verið þingfest og verður það fellt niður ef samkomulagið verður staðfest.

Í fyrirtöku málsins fyrir Héraðsdómi Vestfjarða lagði dómari, á lögmennina að gera þrautatilraun með sátt í þessu máli áður en aðalmeðferð fyrir dómi færi fram. Aðalmeðferð var fyrirhuguð þann 13. apríl næstkomandi.

Í samkomulaginu fellst m.a. að lóðarréttindi vegna Hafnarbakka 5 – þinglýst skjal nr. A-1457-2020 verða afmáð úr
þinglýsingarbókum, skráning einnar fasteignarinnar verður leiðrétt til samræmis við raunverulegt staðfang, lóð við Oddaveg 3 fái lóðarréttindi og gerður verður samningur um leigu lóðarinnar Hafnarbakka 5, L141100, við Arctic
Odda ehf. sem leigutaka. vegna þriggja fasteigna.

Hluti af samkomulagi/sátt er greiðsla vegna útlagðs lögfræðikostnaður ÍS-47 vegna niðurfellingar á lóðaleigusamning við Hafnarbakka 5.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tók málið fyrir á fundi sínum í gær og samþykkti samkomulag málsaðila; Ísafjarðarbæjar, ÍS 47 ehf., Orkuvers ehf., AB-Fasteigna ehf. og Arctic Odda ehf. og yfirlýsingu um greiðslu bóta til handa ÍS 47 ehf, og leggur bæjarráðið til við bæjarstjóra að ljúka málinu með undirritun framlagðrar sáttar milli aðila.

Uppfært kl 14:38. Gísli Jón Kristjánsson, framkvæmdastjóri ÍS47 ehf áréttar að umsamdar greiðslur til ÍS47 ehf eru vegna útlagðs kostnaðar en eru ekki bætur á neinn hátt eins og skilja megi af bókun bæjarráðs.

DEILA