Dagverðardalur: hafnað að grenndarkynna frístundahús

Vinnuteikning af frístundahúsinu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur hafnað erindi frá  lóðarhafa við Dagverðardal 2 um að fá að setja teikningu að frístundahúsi í grenndarkynningu. Nefndin bendir á í afgreiðslu sinni að að ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu en vinna við nýtt deiliskipulag er í gangi samhliða vinnu við nýtt aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. Í drögum að nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir frístundahúsum, allt að 100 fm húsi.

Brúttóflatarmál frístundahússins er 186,7 fermetrar og mænishæð 3,92 metrar. Um er að ræða lágreist hús með litlum þakhalla og lögð áhersla á að byggingin verði umhverfisvæn í hvívetna og falli vel að umhverfinu. Húsið verður byggt úr krosslímdum timbureiningum á steyptum sökkli klætt utan með bambusklæðningu. Fyrirhugað er að setja sólarsellur á þak hússins og fá húsið umhverfisvottað segir í erindinu.

DEILA