Bolungavíkurhöfn: 842 tonn í mars

Bolungavíkurhöfn í síðustu viku. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls var landað 842 tonnum af botnfiski í Bolungavíkurhöfn í marsmánuði. Togarinn Sirrý ÍS fór fimm veiðiferðir í mánuðinum og kom með 513 tonn að landi.

Tveir línubátar reru í mars. Jónína Brynja ÍS fór 18 róðra og landaði 182 tonnum og Fríða Dagmar ÍS var með 146 tonn eftir 16 róðra.

Ísafjarðarhöfn : 852 tonn

Líkt og í Bolungavík var útgerð frekar róleg í liðnum mánuði. Alls var landað 818 tonnum af bolfiski af togveiðum og 34 tonnum af innfjarðarrækju.

Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS landaði einu sinni og var með 211 tonn af afurðum. Páll Pálsson ÍS fór 6 veiðiferðir og landaði samtals 514 tonnum.

Þá lönduðu hafrannsóknarskipin Bjarni Sæmundsson RE 5 tonnum og Árni Friðriksson RE 88 tonnum.

Tveir rækjubátar voru á veiðum í Djúpinu. Halldór Sigurðsson ÍS koma með 15 tonn og Valur ÍS var með 19 tonn.

DEILA