Bolungavík: íbúar orðnir 1000

Óshyrnan. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Í gær náði Bolungavík 1000 íbúa markinu þegar fæddist stúlkubarn , dóttir Gunnars Samúelssonar og Rúnu Kristinsdóttur.

Bæjarráð Bolungavíkurkaupstaðar hélt reglubundinn fund í gær og bókaði af þessu tilefni:

„Þessi viðburður markar tímamót fyrir sveitarfélagið og Vestfirði og sýnir skýrt þann kraft og framtíðarsýn sem býr í samfélaginu. Framundan í Bolungarvík er uppbygging og vöxtur.

Bæjarráð óskar fjölskyldu hins nýja íbúa til hamingju með titilinn og felur bæjarstjóra koma til þeirra hamingjuóskum og þakklætisvott frá sveitarfélaginu.

Verkefninu Bolungarvík 1000+ er hér með lokið og óskar bæjarráð eftir nýjum hugmyndum að markmiðum.“

DEILA