Bíldudalsflugvöllur – æfing vegna hópslyss.

Laugardaginn 29. apríl nk. mun ISAVIA, almannavarnir og viðbragðsaðilar á sunnanverðum Vestfjörðum æfa viðbrögð við hugsanlegu hópslysi á Bíldudalsflugvelli.

Af því tilefni vantar fólk til að taka þátt í æfingunni, þ.e.a.s. að leika þolendur.

Þátttakendur þurfa að vera 14 ára og eldri. Leika þarf fólk sem lendir í flugslysi. Nýliðar og ungliðar í björgunarsveitum eru sérstaklega hvattir að taka þátt.

Förðun hefst snemma á laugardagsmorgun og stendur æfingin til um kl. 14.00. Vel er hugsað um alla leikara, þeir fá að borða og fá smá glaðning fyrir þátttökuna. Öryggi er í hávegum haft.

Kynningarfundur fyrir leikara er haldinn í félagsheimilinu á Patreksfirði föstudaginn 28. apríl kl. 20.00-21.00. Mikilvægt er að mæta á kynningarfundinn.

Frekari upplýsingar veitir umsjónaraðili leikara, Vigdís Björk s. 894-9483 /vigdisbjork@gmail.com.

DEILA