ADHD í Edinborg í kvöld

Hljómsveitin ADHD heldur tónleika í Edinborgarhúsinu, þriðjudaginn 11. apríl kl. 20:30. Þriðjudagur eftir páska er mögulega þreyttasti dagur ársins á Ísafirði eftir skíðaviku og Aldrei fór ég suður. En þá er upplagt að lyfta sér upp með ADHD.

Hljómsveitin ADHD hefur verið starfrækt í meir en áratug, gefið út 8 plötur og ferðast um Evrópu þvera og endilanga í hljómleikaferðum undanfarin 10 ár. Hljómsveitina skipa Óskar Guðjónsson sem spilar á alls kyns saxófóna, Ómar Guðjónsson sem leikur á gítar, fetilgítar og bassa, Tómas Jónsson sem leikur á ýmis konar orgel, hljóðgervla og píanó og Magnús Trygvason Eliassen sem leikur á trommur og slagverk.

DEILA