Yfir farinn veg með Bobby Fischer

Höfundur bókarinnar, Garðar Sverrisson, var nánasti vinur Fischers. Bók hans hefur meðal annars komið út á ensku og hlotið einróma lof fyrir það mannlega innsæi sem hún þykir veita.

Í þessum einstæðu endurminningum birtist lifandi og áhrifamikil mynd af skáksnillingnum Bobby Fischer, allt frá barnæsku hans í Brooklyn til banalegunnar á Íslandi.

Lesandinn fær óvænta innsýn í líf og persónuleika Fischers sem lengi hefur verið heiminum ráðgáta. Hér er í fyrsta sinn brugðið upp heildstæðri mynd af manninum á bak við goðsögnina, áhugamálum hans og lífsviðhorfum.

Við kynnumst tilfinningaríkum og flóknum manni, einlægum og örlátum vini sem er bæði íhugull og hnyttinn þegar hann ræðir sviptingasamt lífshlaup sitt, glæstan frama og margþætt mótlæti.

DEILA