Þungatakmarkanir á Vestfjörðum

Vestfjarðavegur á Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur. Mynd: skipulag.is

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að vegna hættu á slitlagsskemmdum verður ásþungi takmarkaður við 10 tonn kl. 8:00 í fyrramálið á eftirfarandi vegum á Vestfjörðum: 

Laxárdalsheiði (59)
Vestfjarðarvegur (60)
Djúpvegur (61)
Innstrandavegur (68)

Viðbót 31.3. kl 12:20. Vegna hættu á slitlagsskemmdum verður ásþungi takmarkaður við 10 tonn kl. 12:00 í dag á Reykhólasveitarvegi (607) og kl. 16:00 í dag á Barðastrandarvegi (62) og Bíldudalsvegi (63).

DEILA