Þingeyri: kvenfélagið Von gefur 500 þús kr í söfnunina stöndum saman Vestfirðir

Kvenfélagið Von á Þingeyri hélt 115. aðalfund sinn  þann 21. mars s.l. en félagið var stofnað 17. febrúar 1907.

Gunnhildur Elíasdóttir, ritari félagsins segir að sem betur fer hafi verkefnin breyst mikið á öllum þessum árum og „í dag getum við aðstoðað við ýmis þjóðþrifamál í okkar nærsamfélagi, þó alltaf séum við á vaktinni þar sem neyðin bankar upp á.

Meðal þess sem ákveðið var á aðalfundinum var að taka þátt í söfnuninni Stöndum saman Vestfirðir, það höfum við nú reyndar gert áður, en sem sagt, ákveðið var að setja kr. 500.000- (hálfa milljón) í þessa söfnun sem nú stendur yfir og hvetja aðra til þess að styrkja þetta þarfa og góða málefni.“

Kvenfélagið Von er ekki stórt félag en eins og máltækið segir: Margur er knár þótt hann sé smár…..enginn getur gert allt en allir geta gert smá.

DEILA