Teitur Björn tekur sæti á Alþingi

Teitur Björn Einarsson.

Haraldur Benediktsson, alþm. Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur verið ráðinn bæjarstjóri á Akranesi og mun hann hefja störf á næstu vikum. Fréttavefurinn Skessuhorn greinir frá því að Haraldur muni hætta á Alþingi. Sæti Haraldar tekur Teitur Björn Einarsson frá Flateyri 1. varaþingmaður flokksins í kjördæminu. Teitur Björn sat á Alþingi 2016-2017.

DEILA