Strandagangan: 200 manns tóku þátt í skíðagöngu

Um 200 manns tóku þátt í Strandagöngunni 2023, sem Skíðafélag Strandamanna Hólmavík stóð fyrir á laugardaginn. Gengið var í Selárdal í Steingrímsfirðinum. Að göngu lokinni var keppendum boðið upp á veglegt kaffihlaðborð í Félagsheimilinu á Hólmavík.

Keppt var í þremur greinum 5 km, 10 km og 20 km göngu.

Í 5 km göngu voru 52 keppendur. Þar varð Jökull Ingimundur Hlynsson, Skíðafélagi Strandamanna, SFS, fyrstur karla og Íris Jökulrós Ágústsdóttir, einnig SFS fyrst kvenna.

Í 10 km göngu voru 37 keppendur. Fyrstur karla varð Hjalti Böðvarsson, skíðafélaginu Ulli og fyrst kvenna varð María Kristín Ólafsdóttir í sama félagi.

Flestir keppendur voru í 20 km göngunni. Þar mættu 100 til leiks. Fyrstur karla varð Sveinbjorn Orri Heimisson, Skíðafélagi Ísafjarðar og hlutskörpust kvenna varð Árný Helga Birkisdóttir, SFS.

Hlaðborðið á Hólmavík.

Myndir: Skíðafélag Strandamanna.

DEILA