Skotís: unnu verðlaun á landsmóti Skotíþróttasambands Íslands

Keppendur Skotís á mótinu. Frá vinstri: Leifu Bremnes, Ívar Már Valsson, Valur Richter, Guðmundur Valdemarsson, Karen Werónika Valsdóttir, Guðrún Hafberg og Björn Bergsson. Myndir: skotís.

Félagar í Skotíþróttafélagi Ísafjarðar, Skotís, gerðu það gott um helgina á landsmóti STI, Skotíþróttasambands Íslands. Keppt var á Ísafirði. Á laugardaginn var keppt í liggjandi stöðu, 50 skotum og í þrístöðu á sunnudag. Lið Skotís vann 1. verðlaun báða dagana í liðakeppni.

Í einstaklingskeppninni í liggjandi stöðu af 50 metra færi varð Valur Richter í 1. sæti og Guðmundur Valdimarsson í því öðru í karlaflokki og Guðrún Hafberg varð 2. í kvennaflokki.

Í þrístöðunni varð Valur Richter í 2. sæti og Leifur Bremnes í 3. sæti.

Verðlaunahafar í kvennaflokki.

DEILA