Fimmtudagur 24. apríl 2025

Sérhæfð velferðarþjónusta: Strandabyggð leitar til Norðurlands

Auglýsing

Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa að undanförnu unnið að samkomulagi um sérhæfða velferðaþjónustu á Vestfjörðum sem Ísafjarðarbær myndi veita. Um er að ræða barnaverndarþjónustu og þjónustu við fólk með fötlun. Átta af níu sveitarfélögum á Vestfjörðum hafa samþykkt þetta fyrirkomulag en það níunda Strandabyggð hefur kosið að leita eftir samstarfi við Norðurland vestra og til Skagafjarðar sem leiðandi sveitarfélags í samstarfinu. Hefur oddviti Strandabyggðar þegar sent erindi til Skagafjarðar um þetta samstarf sem rétt væri að taka til endurskoðunar eftir árið samkvæmt því sem fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar.

Auglýsing

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir