Of hratt ekið

Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni sem leið að því er kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum.

Tveir þeirra voru stöðvaðir í Krók á Ísafirði, annar á 51 km hraða en hinn á 54 km hraða.

Eins og gefur að skilja er þar hámarkshraði 30 km. Vel að merkja eru þar hús sitt hvoru megin við götuna og þrenging og því glórulaust að aka hratt þar um. Íbúar við Krók hafa kvartað yfir hraðakstri og hefur lögreglan aukið eftirlit sitt þar. Ökumenn eru hvattir til að virða hámarkshraða þar sem og annars staðar.

Hinir tveir voru stöðvaðir á öðrum vegum þar sem hámarkshraði er 90 km. Annar var mældur á 120 km/klst en hinn á 111 km/klst.

Þá voru skráningarnúmer voru tekin af 3 ökutækjum sem ekki höfðu verið færð til lögbundinnar skoðunar.

DEILA