Íslandsmót iðn- og verkgreina

Mín framtíð 2023 er yfirskrift Íslandsmóts iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynninga sem verða dagana 16.-18. mars 2023 í Laugardalshöll í samstarfi Verkiðnaðar við Mennta- og barnaráðuneyti, sveitarfélög og fagfélög iðn- og verkgreina. 

Mín framtíð er mikilvægur viðburður fyrir nemendur sem eru að ljúka grunnskólanámi til þess að þeir átti sig vel á þeim möguleikum sem standa þeim til boða í námi á framhaldsskólastigi.

Um einstaklega skemmtilegan viðburð er að ræða þar sem 30 framhaldsskólar á landinu kynna nám og starfsemi sína. Einnig verður keppt í 22 faggreinum og 10 aðrar greinar kynna sig.

Menntaskólinn á Ísafirði lætur sig ekki vanta og verður með kynningarbás á mótinu

DEILA